Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 104 svör fundust

Hvað er átt við með landrekskenningunni og hver eru rökin fyrir henni?

Með „landrekskenningunni" er venjulega átt við þá kenningu sem þýski jarðeðlisfræðingurinn Alfred Wegener (1880-1930) setti fram í bókinni Myndun meginlanda og úthafa árið 1915. Annað afbrigði kenningarinnar kom fram 1964 og nefnist „botnskriðskenning" og loks þriðja afbrigðið 1968, „flekakenning". Meginmunurinn á...

Nánar

Hvers konar dýr eru tapírar?

Tapírar tilheyra ættbálki staktæðra hófdýra (Perissodactyla) líkt og hestar og nashyrningar. Til eru fjórar tegundir tapíra sem allar tilheyra sömu ættkvíslinni, Tapirus. Tapírar eru á stærð við asna, samanreknir, kubbslegir, með stutta rófu og vega á bilinu 150 – 300 kg. Augljósasta einkenni þeirra er þó stut...

Nánar

Hvað eru Inkar?

Inkar kölluðust indíánar á meginlandi Suður-Ameríku. Þeir bjuggu í Inkaríkinu sem var stærsta ríki indíána. Inkaríkið var stofnað um 1200 og byrjaði sem lítið smáríki kringum höfuðborgina Cuzco en teygði sig langt norður og suður eftir Andes-fjöllunum á 15.öld. Þjóðhöfðinginn var kallaður Inkinn og var voldugastur...

Nánar

Hver er sönnun þess að Leifur heppni fann Ameríku?

Gunnar Karlsson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, hefur svarað hér á Vísindavefnum spurningunni Hvor var á undan að finna Ameríku, Leifur eða Bjarni Herjólfsson? Þar segir hann að ekkert sé hægt að fullyrða um hver fann Ameríku fyrstur norrænna manna. Fornleifauppgröftur í L’Anse aux Meadows á Nýfundnala...

Nánar

Hver var fyrsti kvenforseti í heiminum?

Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands frá 1. ágúst 1980 til 1. ágúst 1996, var fyrsta konan í heiminum sem var kosin forseti í almennum kosningum, fyrsti kvenforseti Evrópu og sú kona sem lengst hefur setið á forsetastóli. Hún var þó ekki fyrsti kvenforsetinn heldur fellur sá titill líklega í skaut annað hvor...

Nánar

Hvers vegna dó flökkudúfan út?

Flökkudúfur (Ectopistes migratorius, e. Passenger Pigeon) áttu heimkynni sín í Norður-Ameríku. Varpstöðvar þeirra voru í skóglendi um mitt og austanvert Kanada og í austurhluta Bandaríkjanna en á haustin héldu þær í suðurátt, jafnvel alla leið til Mexíkó og Kúbu. Talið er að þegar Evrópumenn settust að í Norðu...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um kattardýrið jagúar?

Jagúar (Panthera onca) er þriðja stærsta kattardýr heims og það stærsta sem lifir villt í nýja heiminum. Það er óhætt að segja að jagúarinn lifi í skugga stóru kattardýra gamla heimsins enda margt í líffræði hans sem er lítt þekkt, samanborið við stóru frændur hans, ljón og tígrisdýr. Jagúarinn er svokallað top...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um Chibcha, frumbyggja Kólumbíu?

Chibcha-fólkið er einn af frumbyggjahópum Kólumbíu í Suður-Ameríku. Í sumum heimildum gengur fólkið undir nöfnunum Muisca eða Mosca en hér verður heitið Chibcha notað og þá umritað sem Síbsjar. Á máli Síbsjar-búa þýðir síbsjar 'höfðingi samfélagsins'. Fyrir tíma landvinninga Spánverja í Suður- og Mið Ameríku bj...

Nánar

Hvað er Brasilía stór og hvað búa margir þar?

Eiginlega má segja að flest við Brasilíu sé stórt eða mikið, það er sama hvort litið er til flatarmáls landins, náttúrufars, dýralífs, fólksfjölda, fjölbreytileika mannslífs, bilsins milli ríkra og fátækra eða ákefðar við að halda stóra alþjóðlega íþróttaviðburði svo einhver dæmi séu nefnd. Hér verður sjónum hins ...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um pardusköttinn (Leopardus pardalis)?

Parduskötturinn (Leopardus pardalis), eða ocelot eins og hann kallast á alþjóðavísu, er ein tegund svokallaðra nýjaheimskatta. Heimkynni parduskattarins er í þéttu skóglendi Suður-Ameríku og allt norður til suðurríkja Bandaríkjanna (Texas og Louisiana). Búsvæði þeirra eru allt frá rökum og þéttum regnskógum til kj...

Nánar

Hver eru 5 stærstu eldfjöll í heimi?

Ekki er alveg ljóst hvort átt er við hæð eða rúmmál þegar spurt er um stærsta eldfjall í heimi, eða jafnvel hvaða eldfjöll gjósa mest, en hér er gengið út frá því að átt sé við hæðina. Hæstu eldfjöll í heimi eru öll í Andesfjallgarðinum í Suður-Ameríku. Andesfjöllin eru dæmi um fellingafjöll sem myndast hafa ...

Nánar

Hvað er NAFTA og hver er munurinn á uppbyggingu þess og ESB?

Skammstöfunin NAFTA stendur fyrir North American Free Trade Agreement eða Fríverslunarsamning Norður-Ameríku. Bandaríkin, Kanada og Mexíkó eru aðilar að samningnum sem tryggir fríverslun milli landanna. *** Í 102. gr. samningsins kemur fram hver markmið hans eru: ryðja úr vegi viðskiptahindrunum og stuðla ...

Nánar

Fleiri niðurstöður